Bjarg Íbúðafélag er byggingafélag á vegum BSRB og ASÍ sem snýst um að byggja hagkvæmar íbúðir til langtímaleigu fyrir félagsmenn með lágar tekjur. Vefnum er ætlað að kynna verkefnið og sýna þær íbúðir sem eru í boði, en jafnframt að halda utan um úthlutunarferlið.

Mínar síður

Verkefnið var ekki einfalt þar sem umsóknarferlið er tvíþætt. Annars vegar þarf væntanlegur umsækjandi að skrá sig inn og fer þar með á biðlista til að eiga svo möguleika á að fá úthlutað íbúð, en umsækjandi þarf einnig að sækja um úthlutun þegar hún er í boði á „Mínum síðum“. Ég hannaði umsóknarferlið og viðmótið fyrir það en einnig ytri vefinn sem snýst um upplýsingagjöf og reiknivél til að væntanlegir umsækjendur gætu séð hvort þeir ættu möguleika á úthlutun miðað við tekjur, eignir, fjölskyldustærð og fleira.

Biðlisti