Eldri vefur var orðinn úreltur og úr sér genginn, hann var í eldra kerfi sem erfitt var að uppfæra og mikið af úreltu efni á honum. Þar að auki hafði fólk þar á bæ í huga að láta uppfæra mörkun og útlit fyrirtækisins og aðskilja sig þannig meira HS Orku, en fyrirtækin höfðu áður verið eitt og hétu áður Hitaveita Suðurnesja áður en nýleg lög um orkudreifingu og -sölu tóku gildi.

Þar að auki var orðin mikil þörf á að uppfæra Mínar síður þar sem viðskiptavinir áttu að geta nálgast upplýsingar um orkunotkun, reikninga og fleira.

Þegar nýtt útlit HS veitna barst frá auglýsingastofu hófst ég handa við að hanna vefinn í samræmi við það. Tillaga kom frá þeim um drög að útliti fyrir vefinn en þar sem hún var ekki í samræmi við raunverulegar þarfir HS veitna m.a. að draga helstu þjónustuþætti fram strax á forsíðu var ákveðið að nota ekki þá hönnun.

Þó hannaði ég útlit vefsins í samræmi við það sem var lagt upp með í nýju útliti fyrir fyrirtækið.

Lagt var upp með að vefurinn væri léttur og þægilegur í notkun.

Vefurinn var hannaður hjá Vettvangi.