Vefur Háskólans á Akureyri (HA) var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2018 í flokki opinberra vefja og hannaður hjá Vettvangi. Forritun var í höndum Stefnu.

Sigurjón Ólafsson (þá sjálfstætt starfandi ráðgjafi, nú vefstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ) hafði samband við Vettvang og bað um tilboð í hönnun vefsins ásamt tillögu að hönnun á forsíðu og einni undirsíðu. Að auki var einu öðru fyrirtæki boðið að senda inn tilboð en Vettvangur var að lokum valinn til verksins.